...

Þín fyrsta
heimsókn

8.900 kr.

39 – 79.000 kr.

Fyrsta heimsókn

Lára Björk tannlæknir (2003), sérfræðingur í tannréttingum (2009) skoðar tennur þínar og bit. Í framhaldinu er meðferðarþörf metin og hugsanleg meðferðarúrræði rædd. Við skoðum t.d. hvers konar meðferð gæti hentað þér, hversu langan meðferðartíma um ræðir og kostnað hugsanlegrar meðferðar. Þessi skoðun tekur um það bil 15 mínútur og er án allra skuldbindinga um áframhaldandi meðferð.


Önnur heimsókn - gagnataka

Ef þú tekur ákvörðun um að hefja meðferð hjá okkur er næsta skref að fá tíma í gagnatöku. Þar tökum við þrívíddar skann af tönnum, ljósmyndir af andliti og tönnum sem og röntgenmyndir af tannsetti og höfði. Þessi gögn notum við til að gera ítarlega greiningu á tann- og/eða bit- skekkju sem og vel ígrundaða meðferðar- og kostnaðaráætlun sniðna að þínum þörfum.


Viðtal áður en meðferð hefst

Við leggjum ríka áherslu á góð samskipti við skjólstæðinga okkar og viljum að þeir séu vel upplýstir áður en meðferð hefst. Þess vegna er næsta skref á eftir gagnatökunni viðtal með Láru, þar sem farið er yfir meðferðaráætlun, kostnaðaráætlun og allir áhættuþættir tannréttingameðferðarinnar ræddir.