INCOGNITO

innanverðar spangir

Um er að ræða sérsmíðaðar, gullhúðaðar (68% gull innihald) spangir, festar á innanvert yfirborð tannanna. Þessi tegund af innanverðum spöngum er ein sú nákvæmasta og fullkomnasta sem er í boði á markaðnum í dag og eru þessum tækjum engin takmörk sett. Hægt er að meðhöndla allar tegundir tann- og eða bitskekkju með þessari tegund tækja.

Boðið er upp á mismunandi meðferðir, þ.e. með álímdum spöngum á allar tennur efri- og neðri tannboga eða í annan tannboga og blanda með hefðbundum utanverðum spöngum í hinn tannbogann.

Incognito Lite meðferð er þegar einungis þarf að rétta minniháttar tannskekkjur á framtönnum og er þá einungis spangirnar settar á fremstu 6-8 tennur í viðkomandi tannboga.

Sjá nánar á heimasíðu Incognito

 

Incognito

Spurningar?

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar. Við svörum eins fljótt og við getum!

Hafa samband