FÖST TÆKI

spangir

Föstu tækin, eða það sem við í daglegu tali þekkjum sem spangir eða teina, samanstanda af kubbum sem eru límdir fastir á yfirborð tannanna. Sú tegund sem notast er við er frá Forestadent og er svokallað sjálflæsandi kerfi. Sjálflæsandi kerfi þýðir einfaldlega að kubbarnir sem límdir eru á tennurnar eru með innbyggðum stállokum sem halda við tannréttingarbogann.

Einn helsti kostur sjálflæsandi kerfis er sá að ekki þarf að sinna eftirliti eins oft þ.e. eftirlitstímar á meðferðartímabili eru færri eða á u.þ.b. 6-8 vikna fresti. Þetta skýrist að öllu leyti af þeim jöfnu kröftum sem stállokurnar gefa ólíkt kerfum sem ekki eru sjálflæsandi heldur notast við teygjur utan um kubbana.

Hægt er að fá spangirnar stállitaðar og glærar!

 

AÐRAR MEÐFERÐIR

 

 

SPURNINGAR?

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar. Við svörum eins fljótt og við getum!

Hafa samband
Turninn Smáratorgi
LBE Tannréttingar slf. 460114-0550

LBE Tannréttingar slf. kt. 460114-0550 starfar undir leyfi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis

Sími: 512 4811

Opnunartímar:

mán – mið 8:00-15:30
fimmtudaga 8:00-17:30
föstudaga 8:00-15:00

VIÐ ERUM Á FACEBOOK