...

Niðurgreiðsla SÍ fyrir 21 árs & yngri

150.000 kr. fyrir meðferð í báða tannboga.
100.000 kr. í annan tannboga.

2014 var gerður rafrænn samningur við Sjúkratryggingar Íslands þannig að nú eru styrkir greiddir beint inn á meðferðar aðilann og dregst því frá þeim kostnaði sem foreldrar þurfa að greiða.

Þann 1.september 2023 undirritaði formaður tannréttingarfélag Íslands nýjan samning við SÍ.  Nýr samningur tók  gildi 1.september við undirritun og gildir fyrir alla einstaklinga undir 21árs aldri sem hefja meðferð í tannréttingum hjá viðurkenndum tannréttingar sérfræðingi.

Styrkurinn sem var 150.000 kr. fyrir meðferð í báða tannboga hækkar í 430.000kr og styrkur sem var 100.000 kr. í annan tannboga hækkar í 290.000kr.

SÍ veitir einnig styrk til þeirra sem þurfa gómaplötur 
og er greiðslufyrirkomulag eins háttað eða beingreiðsla inn til meðferðaraðila.

Ef umfang bitskekkju er að þeirri stærðargráðu að ekki er unnt að leiðrétta skekkjuna eingöngu með tannréttingum heldur er þörf á inngripi kjálkafærslu gilda sér reglur varðandi styrki frá Sjúkratryggingum Íslands.
Sjá nánar á vef SÍ