...

Sérfræðingar í
tannréttingum

Tannréttingar Láru Bjarkar bjóða upp á tannréttingar fyrir börn og fullorðna. Á stofunni sem hefur aðsetur á Tannlæknastofunni í Turninum starfa 10 frábærar konur.  Sumarið 2022 opnuðum við inn í enn stærra rými og settum stofuna í nútímalegri horf.  Okkar mat er að þetta er flottasta stofa landsins 😉

Lára Björk reynir eftir fremsta megni að kynna sér það nýjasta sem er á markaðnum og hefur meðal annars aflað sér réttinda á sviði „ósýnilegra“ tannréttinga.  Lára er eini tannréttingar sérfræðingur landsins sem býður upp á tæki á innanverðar tennur (Incognito), sem og ein af þeim sem hefur hvað lengsta reynslu af notkun Invisalign góma (2011).

Þú finnur okkur á 14. hæð í Turninum Kópavogi, Smáratorgi 3 — þar er gott aðgengi fyrir alla og nóg af bílastæðum.

Opnunartímar

    LBE Tannréttingar slf. kt. 460114-0550 starfar undir leyfi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis.

    Starfsfólk

    • Lára Björk
      Einarsdóttir

      Tannlæknir

      Lára Björk Einarsdóttir

      Lára Björk útskrifaðist sem tannlæknir (Cand. Odont) frá Háskóla Íslands árið 2003. Á árunum 2003–2006 starfaði hún sem almennur tannlæknir á Íslandi en útskrifaðist með sérfræðiréttindi í tannréttingum frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2009.

      Á árunum 2009–2011 starfaði Lára Björk sem tannréttingasérfræðingur í Holbæk í Danmörku auk þess sem hún kenndi klínískar tannréttingar við tannlæknadeild Kaupmannahafnarháskóla.

      Lára hefur starfað á Tannlæknastofu Turnsins síðan 2011 og verið einn af þremur eigendum tannlæknastofunnar frá 2012.

    • Aðalbjörg
      Einarsdóttir

      Aðstoðarmaður tannlæknis

      Aðalbjörg  Einarsdóttir

      Aðalbjörg, kölluð Alla, er ein helsta stoð og stytta Láru og í flestum skoðunum sérð þú Öllu bregða fyrir.

      Í annarri heimsókn, gagnatökunni, þegar tekin eru gögn (ljósmyndir, röntgenmyndir og 3D skann) af þeim sem þurfa/vilja hefja meðferð, er það annaðhvort Alla, Kristín eða Margrét Lukka sem tekur á móti þér og tekur öll þau gögn sem Lára hefur fyrirfram beðið um.

    • Kristín
      Sigurðardóttir

      Aðstoðarmaður tannlæknis

      Kristín Sigurðardóttir

      Kristín, er ómissandi stoð og stytta Láru og í flestum heimsóknum sérð þú Kristínu bregða fyrir.
      Í annarri heimsókn, gagnatökunni, þegar tekin eru gögn (ljósmyndir, röntgenmyndir og 3D skann) af þeim sem þurfa/vilja hefja meðferð, er það annaðhvort Alla, Kristín eða Margrét Lukka sem tekur á móti þér og tekur öll þau gögn sem Lára hefur fyrirfram beðið um.

    • Guðfinna
      Árnadóttir

      Móttaka

      Guðfinna Árnadóttir

      Guðfinna er brosið sem tekur á móti þér þegar þú kemur á stofuna og sú sem talar við þig í símann í flestum tilfellum.  Guðfinna hjálpar þér við tímabókanir og greiðslur.

    • Ragna
      Ragnarsdóttir

      Sótthreinsun og móttaka

      Ragna Ragnarsdóttir

      Ragna sér um að öll verkfæri fara í gegnum viðeigandi sótthreinsiferli milli skjólstæðinga.  Ragna sinnir einnig símasvörun og móttökustarfi inn á milli.

    • Margrét Lukka
      Brynjarsdóttir

      Tanntæknir

      Margrét Lukka Brynjarsdóttir

      Margrét Lukka er menntaður tanntæknir (2006) og hefur margra ára reynslu við að sinna sjúklingum á tannlæknastofum, bæði hjá tannréttingarsérfræðingum sem og munn- og kjálka skurðlæknum.  Margrét Lukka er því góð viðbót við teymið okkar og sinnir öllum skjólstæðingum af mikilli natni.  Margréti Lukku sérð þú bregða fyrir í hverri heimsókn.