ER SÁRT AÐ FARA Í TANNRÉTTINGAR?

Það er alls ekki vont að fá tækin (spangirnar/teinana) sett á tennurnar, sama hvaða tegund tækja það er. Þess vegna er ekki notuð deyfing við uppsetningu tækja. Hinsvegar fylgja óþægindi fyrstu vikuna eftir að meðferð hefst þar sem tungan, varirnar og slímhúðin á innanverðri kinn þurfa að venjast nýju tækjunum. Ef um innanverðar spangir er að ræða, getur þessi tími verið allt að 2 vikur.

Við eftirlit á tækjum, þ.e. þegar strekkt er á tækjum og hugsanleg bogaskipti eiga sér stað, geta tennurnar aftur orðið aumar í nokkra daga á eftir.

ERU TANNRÉTTINGAR SKAÐLEGAR TÖNNUNUM?

Þegar spangirnar eru fjarlægðar eftir lok meðferðar, er tannyfirborðið pússað svo engin ummerki eftir spangirnar eru sjáanleg á tannyfirborðinu. Hjá einstaka skjólstæðingum er hægt að greina á röntgenmynd svokallaða rótareyðingu eða rótarstyttingu á sjálfum rótarendum einstakra tanna, oftast framtanna. Það þýðir að sjálfir rótarendarnir eyðast örlítið upp og heildar lengd rótar er styttri en fyrir meðferð. Til eru rannsóknir sem sýna hverjir eru í áhættuhópi og tekið er tillit til þess fyrir meðferð og þú látin vita ef þú tilheyrir þessum hópi. Röntgenmyndir í upphafi og lok meðferðar, auk röntgenmynda sem teknar eru á meðan á meðferð stendur, eru m.a. notaðar til að meta slíka áhættuþætti.

 

HVERNIG Á AÐ BURSTA TENNURNAR?

Það er mikilvægt að halda góðri munnhirðu á meðan á meðferð stendur þar sem bakteríur eiga það til að safnast í kringum spangirnar. Bakteríurnar geta valdið mislitun á tönnum, skemmdum og tannholdsbólgu. Farið verður ítarlega yfir tannburstun og leiðbeiningar varðandi munnhirðu um leið og meðferð hefst. Í hverju eftirliti er farið yfir þessa þætti og leiðbeiningar endurteknar ef þörf er á. Reglulegt eftirlit hjá eigin tannlækni heldur áfram þrátt fyrir að tannréttingameðferð eigi sér stað.

MÁ BORÐA ALLT?

Allt sem er klístrað (karamellur og sætindi) klístrast við spangirnar og gæti ef til vill losað tækin. Þess vegna er alltaf mælt með því að forðast karamellur og önnur klístruð sætindi. Alla harða fæðu ber einnig að forðast (brjóstsykur, sleikjó) eða í það minnsta skera í smáa bita (epli, gulrætur, rófur). Hins vegar er mælt með að þú tyggir tyggjó sem mest í meðferðinni – mundu bara að hafa það sykurlaust!

SPURNINGAR?

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar. Við svörum eins fljótt og við getum!

Hafa samband

ÓSÝNILEG MEÐFERÐ

Invisalign

Glærar skinnur.

Incognito

Spangir sem ekki sjást.

Invisalign glærar skinnur
Incognito ósýnilegar spangir
Turninn Smáratorgi
LBE Tannréttingar slf. 460114-0550

LBE Tannréttingar slf. kt. 460114-0550 starfar undir leyfi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis

Sími: 512 4811

Opnunartímar:

mán – mið 8:00-15:30
fimmtudaga 8:00-17:30
föstudaga 8:00-15:00

VIÐ ERUM Á FACEBOOK