...
Á tannlæknastofunni er hópur af frábærum konum, tannréttingar Láru er hluti af því teymi.
Við leggjum ríka áherslu á jákvæð samskipti, góða þjónustu með fagmennsku ávallt að fyrirrúmi.
Á stofunni er allri tannlæknaþjónustu sinnt og við tökum vel á móti nýjum skjólstæðingum.
Í dag er margt í boði á sviði tannréttinga, stundum getur valið verið þitt.
Lára var lengi vel eini sérfræðingurinn á Íslandi sem bauð upp á innanverðar spangir (Incognito 3M), í dag hefur Invisalign tekið við og er því eini valmöguleikinn ef velja á “ósýnilegar tannréttingar”.
Lára hefur mikla reynslu af skinnum og hefur boðið upp á skinnur með Invisalign frá 2011.
Lára Björk Einarsdóttir
Turninn Smáratorgi